Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Youtube Thumbnail Vellidan

Almennar fréttir - 18.02.2021

Náðir þú ekki að horfa í hádeginu?

Fyrirlesturinn sem VR bauð upp á í hádeginu í dag er opinn út daginn í dag, 18. febrúar, á vr.is/streymi. Á morgun fer hann svo inn á Mínar síður og verður aðgengilegur þar í 30 daga.

VR vekur athygli á því að þessi fyrirlestur er með enskum texta en mikil áhersla hefur verið lögð á að bæta námskeiða- og fyrirlestraþjónustu VR enn frekar við félagsmenn sem hafa önnur tungumál en íslensku sem móðurmál.

Í þessum fyrirlestri fer Þórarinn Þórsson, ráðgjafi VIRK starfsendurhæfingarsjóðs hjá VR, yfir þætti sem mikilvægir eru til að viðhalda góðri almennri heilsu, hvernig hver og einn getur bætt líf sitt og lífsgæði og þannig dregið úr líkum á að þróa með sér heilsutengdan vanda. Hann talar einnig um gagnleg bjargráð á streituvaldandi tímum og góðar leiðir til að rækta sjálfan sig.