Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Kosningar2020

Almennar fréttir - 04.03.2021

Allsherjaratkvæðagreiðsla hjá VR 2021

Kjörstjórn VR auglýsti í dag allsherjaratkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VR vegna kjörs formanns og stjórnar VR, skv. 20 gr. laga félagsins, kjörtímabilið 2021-2023.

Atkvæðagreiðslan hefst kl. 9:00, mánudaginn 8. mars 2021, og lýkur kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 12. mars 2021. Atkvæðagreiðslan er rafræn og verður atkvæðaseðill aðgengilegur á vr.is. Nauðsynlegt er að skrá sig með Íslykli eða rafrænum skilríkjum.

Atkvæðisrétt í kosningunum hafa allir fullgildir VR-félagar. Á kjörskrá eru einnig eldri félagsmenn (hættir atvinnuþátttöku vegna aldurs) sem greiddu eitthvert félagsgjald á 67. aldursári og höfðu greitt a.m.k. 50 mánuði af 60 síðustu fimm árin áður en þeir urðu 67 ára.

Frambjóðendur í kjöri til formanns VR eru:
Helga Guðrún Jónasdóttir og Ragnar Þór Ingólfsson.

Ellefu eru í framboði til sjö sæta í stjórn og þriggja til vara. Þau eru í stafrófsröð:
Arnþór Sigurðsson
Harpa Sævarsdóttir
Helga Ingólfsdóttir
Jón Steinar Brynjarsson
Jónas Yngvi Ásgrímsson
Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir
Sigmundur Halldórsson
Sigríður Hallgrímsdóttir
Sigurður Sigfússon
Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir
Þórir Hilmarsson

Allar nánari upplýsingar verður hægt að nálgast á vr.is þegar kosningar hefjast. Einnig er hægt að hringja á skrifstofu félagsins í síma 510 1700.