Vr Husid 2020 Prent

Almennar fréttir - 15.03.2023

Niðurstöður kosninga til formanns VR

Niðurstöður í kosningum til formanns VR kjörtímabilið 2023 – 2025 liggja nú fyrir og eru sem hér segir:

Ragnar Þór Ingólfsson hlaut 6842 atkvæði eða 57,03% atkvæða

Elva Hrönn Hjartardóttir hlaut 4732 atkvæði eða 39,44% atkvæða

3,53% tóku ekki afstöðu.

Atkvæði greiddu 11997*. Á kjörskrá voru alls 39.206 VR félagar. Kosningaþátttaka var því 30,6%.

Niðurstöður í stjórnarkjöri VR verða tilkynnt eftir skamma stund á vef VR.

*Vinsamlega athugið að talan yfir fjölda sem kaus hefur verið leiðrétt, úr 11.996 í 11.997.