Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Vr Fanar Kringlan 2

Almennar fréttir - 15.03.2023

Niðurstöður kosninga til formanns og stjórnar VR

Kosningum til formanns og stjórnar VR, sem stóð frá 8. mars til kl. 12:00 á hádegi þann 15. mars 2023 er nú lokið. Atkvæði greiddu 11997*. Á kjörskrá voru alls 39.206 VR félagar. Kosningaþátttaka var því 30,6% sem er mesta þátttaka í kosningum til forystu félagsins.

Niðurstöður kosninganna eru sem hér segir:

Formaður VR – til tveggja ára
Ragnar Þór Ingólfsson

Sjö stjórnarmenn – til tveggja ára skv. fléttulista eins og kveðið er á um í 20. gr. laga VR

Halla Gunnarsdóttir
Sigurður Sigfússon
Svanhildur Ólöf Þórsteinsdóttir
Ólafur Reimar Gunnarsson
Jennifer Schröder
Þórir Hilmarsson
Vala Ólöf Kristinsdóttir

Þrír varamenn í stjórn VR – til eins árs
Ævar Þór Magnússon
Kristjana Þorbjörg Jónsdóttir
Gabríel Benjamin

Þessir aðilar eru því réttkjörnir skv. 20. gr. laga félagsins og hefst kjörtímabil þeirra á aðalfundi fyrir árið 2023 sem haldinn verður í lok mars.

Sjá hér heildarniðurstöður í kosningunum.

*Vinsamlega athugið að talan yfir fjölda sem kaus hefur verið leiðrétt, úr 11.996 í 11.997.