Almennar fréttir - 30.03.2022

Nýtt stjórnarfólk í Lífeyrissjóði verzlunarmanna frá VR

Fulltrúaráð VR samþykkti á fundi sínum 15. mars sl. tillögu uppstillinganefndar um hverjir munu taka við stjórnarsetu í Lífeyrissjóði verzlunarmanna fyrir hönd VR kjörtímabilið 2022-2026. Aðalmenn verða Bjarni Þór Sigurðsson og Helga Ingólfsdóttir, varamaður verður Sunna Jóhannsdóttir. Aðrir fulltrúar VR í stjórn sjóðsins eru Guðrún Johnsen og Stefán Sveinbjörnsson.

Kjör nýrra stjórnarmanna var kynnt á ársfundi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna sem haldinn var í gær, þriðjudaginn 29. mars.