Almennar fréttir - 29.03.2022

Eftir aðalfund VR

Aðalfundur VR var haldinn í gær, mánudaginn 28. mars 2022. Á fundinum voru hefðbundin aðalfundarstörf s.s. farið yfir skýrslu stjórnar og ársreikninga félagsins fyrir árið 2021. Stjórn VR lagði auk þess fram tillögu að breytingu á reglugerð Sjúkrasjóðs VR en tillagan snýst um að gr. 12 í reglugerðinni falli brott en greinin fjallar um slysabætur í frítíma. Lesa má tillöguna í heild sinni hér.

Lýst var kjöri stjórnar og trúnaðarráðs en kosningar í félaginu voru haldnar í mars sl. Niðurstöður kosninga má sjá hér. Önnur aðalfundarstörf voru tekin fyrir og afgreidd.