Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Vr Fanar 6

Almennar fréttir - 06.05.2021

Öldungaráð VR fullskipað

Kosningum í Öldungaráð VR lauk á hádegi þann 4. maí síðastliðinn.
Samkvæmt 5. gr. starfsreglna Öldungadeildar VR skal skipa sex eldri félagsmenn í forystusveit hennar, Öldungaráð VR, annað hvert ár eftir fyrsta stjórnarfund VR að loknum aðalfundi. Kjörtímabil fulltrúa í ráðinu eru skv. því tvö ár í senn.

Þrír eru tilnefndir í ráðið af stjórn VR og þrír til viðbótar eru kosnir af Öldungadeild VR en í henni eru allir fullgildir VR félagar 65 ára og eldri. Jöfn kynjaskipting skal vera í ráðinu.


Frá stjórn VR voru skipuð í Öldungaráð þau:

Ragnar Þór Ingólfsson
Sigurður Sigfússon
Selma Björk Grétarsdóttir

Og þau sem kosin voru að þessu sinni og sitja í Öldungaráði til næstu tveggja ára eru:

Bryndís Hagan Torfadóttir,
Bjarni Dagur Jónsson
Pálmey Helga Gísladóttir.
Varamenn verða Jón H Karlsson og Kolbrún Stefánsdóttir.