Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 10.05.2021

Er einfaldara líf vegvísir að betra lífi? – Rafrænt námskeið

VR býður upp á skemmtilegt námskeið miðvikudaginn 12. maí kl. 9:00-10:30. Þar deilir Gunna Stella, kennari, heilsumarkþjálfi og rithöfundur skrefum, verkfærum og ráðum sem hafa nýst henni undanfarin ár til að upplifa meira jafnvægi og góðan skammt af hugarró með því að einfalda lífið. Við lifum á hröðum tímum þar sem upplýsingaflæði er mikið og allskonar um að vera og því gæti verið vel þess virði að skoða möguleikana á því hvernig hægt sé að einfalda lífið og þannig halda betur jafnvægi.

Námskeiðið verður haldið rafrænt á Zoom. Nánari leiðbeiningar og hlekkur á námskeiðið verða send á skráða þátttakendur stuttu fyrir námskeið. Vinsamlegast athugið að það þarf að skrá sig a.m.k 30 mínútum fyrir námskeið til þess að fá hlekk.

Smelltu hér fyrir frekari upplýsingar og til að skrá þig.