Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Andri Studio

Almennar fréttir - 07.04.2021

Rafrænn hádegisfyrirlestur – Hættu að væla komdu að kæla

VR býður upp á áhugaverðan fyrirlestur á morgun, fimmtudaginn 8. apríl kl. 12:00 – 13:00. Í fyrirlestrinum mun Vilhjálmur Andri Einarsson, stofnandi ANDRI ICELAND, kynna hugtök og undirstöðuatriði kenninga hans, deila sinni persónulegu vegferð og kynna áhorfendur fyrir Wim Hof öndunartækninni. Þessar aðferðir höfðu svo mikil áhrif á líf Andra að áratugir af langvarandi sárum verkjum í mjóbaki og mígreni hurfu loksins. Þessi umbreyting er það sem leiddi til þess að hann fór að miðla ávinningi og að leiðbeina öðrum í átt að sömu valdeflandi upplifun.

Fyrirlestrinum verður streymt rafrænt á auglýstum tíma, 8. apríl kl. 12:00-13:00, opinn út daginn á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður og verður þar aðgengilegur í 30 daga. Fyrirlesturinn verður einnig með enskum texta.

Smelltu hér til að skrá þig!