Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Midhusaskogur_37.jpg

Almennar fréttir - 29.03.2021

Orlofshús VR vegna COVID-19 faraldursins

Vegna aukningar smita COVID-19 veikinnar hafa sóttvarnarlæknisembættið og stjórnvöld beðið almenning um að vera ekki á ferð milli landshluta á næstu þremur vikum. Þar sem félagsmenn VR eru mikið á ferðinni í orlofshús VR á þessum tíma viljum við koma því á framfæri að hver og einn félagsmaður ber ábyrgð á því hvort sleppt sé að fara í bókað orlofshús, en þá endurgreiðir VR að sjálfsögðu leigugjaldið, eða hvort farið sé í bókað hús.

Tekin hefur verið sú ákvörðun að endurleigja ekki þau orlofshús sem skilað er inn á þessu tímabili.

Ef þú vilt skila bókuðu orlofshúsi VR sendu þá póst á netfangið orlofshus@vr.is og óskaðu eftir að hætta við. Það sem þarf að koma fram í póstinum er svo kennitala leigutaka, staður og tímabil.