Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 20.04.2021

VR óskar eftir framboðum í forystusveit Öldungadeildar VR

Samkvæmt 5. gr. starfsreglna Öldungadeildar VR skal skipa sex eldri félagsmenn í forystusveit hennar, Öldungaráð VR, annað hvert ár eftir fyrsta stjórnarfund VR að loknum aðalfundi. Kjörtímabil fulltrúa í ráðinu eru skv. því tvö ár í senn.

Þrír eldri félagsmenn eru tilnefndir í ráðið af stjórn VR og þrír til viðbótar eru kosnir af Öldungadeild VR en í henni eru allir fullgildir VR félagar 65 ára og eldri. Jöfn kynjaskipting skal vera í ráðinu.

Vegna þessa er óskað eftir framboðum eldri félagsmanna sem eiga sæti í Öldungadeild VR (Allir fullgildir félagar 65 ára og eldri). Rafræn kosning fer fram dagana 28. – 30. apríl. Gert er ráð fyrir að kjörnir verði þrír aðalmenn og tveir til vara.

Þeir sem óska eftir að vera í framboði til Öldungaráðs VR eru beðnir um að senda tölvupóst með upplýsingum um nafn og kennitölu til Kjörstjórnar VR á netfangið kjorstjorn@vr.is fyrir 26. apríl 2021.

Hér má lesa starfsreglur og hlutverk Öldungadeildar VR.