Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
VR 1.jpg

Almennar fréttir - 31.01.2017

Sameining VR og VMS samþykkt

Félagsmenn í Verslunarmannafélagi Suðurlands, VMS, samþykktu sameiningu félagsins við VR með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða í allsherjaratkvæðagreiðslu. Atkvæðagreiðslan var rafræn og hófst þann 23. janúar og lauk í gær, þann 30. janúar.

Á kjörskrá voru 867. Alls greiddu 117 atkvæði eða 13,5% atkvæðisbærra félagsmanna. Atkvæði féllu þannig að 99 sögðu já eða 84,6% en 17 sögðu nei eða 14,5%. Einn tók ekki afstöðu eða 0,9%. Sameiningin tekur formlega gildi á morgun, þann 1. febrúar 2017.

Samkomulag um sameiningu var undirritað í lok desember síðastliðnum af formönnum félaganna, Ólafíu B. Rafnsdóttur og Guðmundi Gils Einarssyni, og var myndin að ofan tekin við það tækifæri.