Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 01.03.2017

Samkomulag við FA vegna kjarasamninga

Skrifað hefur verið undir samkomulag um að kjarasamningum VR og Landssambands ísl. verzlunarmanna annars vegar og Félags atvinnurekenda hins vegar verði ekki sagt upp. Forsendur þess kjarasamnings eru þær sömu og í kjarasamningum við Samtök atvinnulífsins en ákveðið var í gær að segja þeim ekki upp þrátt fyrir forsendubrest. Samkomulagið við Félag atvinnurekenda kveður á um sömu skilyrði og samninganefnd ASÍ og SA komst að í gær varðandi frestun á endurskoðun samninga. Sjá nánar um niðurstöðu samninganefndarinnar.