Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 02.03.2017

VR leitar að nafni á nýtt orlofshús

VR lauk nýlega við byggingu á stóru og glæsilegu orlofshúsi í orlofshúsabyggð sinni í Miðhúsaskógi.
Af þessu tilefni efnir félagið til nafnasamkeppni fyrir orlofshúsið en í verðlaun er helgardvöl í nýja húsinu.

Vinningshafinn verður kynntur á Facebooksíðu VR og vef VR í apríl.

Nýja orlofshúsið mætir þörfum hreyfihamlaðra samkvæmt algildri hönnun. Húsið er 118 fm að stærð með fjórum svefnherbergjum og svefnplássi fyrir allt að 10 manns. Í húsinu eru tvö baðherbergi og útisturta við heita pottinn. Húsið er einstaklega fjölskylduvænt með góðu aðgengi fyrir alla.