Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
covermynd facebook.png

Almennar fréttir - 24.09.2018

Standast þín laun samanburð?

Veist þú hver heildarlaunin eru að meðaltali í þinni stétt? Með því að skrá starfsheiti þitt og vinnutíma á Mínum síðum á vef VR getur þú borið heildarlaun þín saman við meðaltal annarra félagsmanna í sambærilegu starfi. Og ekki spillir fyrir að þú getur dottið í lukkupottinn og unnið glæsilegan vinning.

Skráðu inn þínar upplýsingar

Aukin áhersla er nú lögð á að efla launasamanburð fyrir félagsmenn á Mínum síðum og setja hann fram á auðveldan og skiljanlegan hátt. Með því að skrá starfsheiti þitt og vinnutíma á Mínum síðum getur þú skoðað meðaltal heildarlauna í þinni starfsstétt, miðgildi launa og launadreifingu. Allar launaupplýsingar á Mínum síðum miða við raunlaun, þ.e. greidd iðgjöld til VR. Laun sem eru fyrir 60% til 99% starfshlutfalli eru reiknuð upp í fullt starf. Ekki er birtur samanburður fyrir starfshlutfall sem er lægra en 60%.

Gjafabréf í flug eða út að borða

Þeir sem skrá starfsheiti sitt og vinnutíma eiga möguleika á að vinna glæsilega vinninga. Mánaðarlega í september til nóvember 2018 eru dregnir út fjórir heppnir félagsmenn, tveir fá gjafabréf með Icelandair að upphæð kr. 50 þúsund og tveir fá gjafabréf út að borða.
Við hvetjum félagsmenn til að skrá starfsheiti sitt og vinnutíma á Mínar síður og skoða eigin stöðu.

Sjá nánari upplýsingar hér.