Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
covermynd facebook.png

Almennar fréttir - 01.10.2018

Fyrstu vinningshafarnir dregnir út

 

Fjórir heppnir félagsmenn, sem eiga það sameiginlegt að hafa skráð starfsheiti sitt og vinnutíma á Mínum síðum á vr.is, hafa nú fengið glæsilega vinninga. Tveir hlutu gjafabréf út að borða fyrir 20.000 krónur á Grill-,Fisk-, eða Skelfiskmarkaðnum og tveir hlutu gjafabréf frá Icelandair að upphæð 50.000 kr.

VR óskar vinningshöfunum til hamingju!

Gjafabréf í flug eða út að borða

Aukin áhersla er nú lögð á að efla launasamanburð félagsmanna á Mínum síðum og setja hann fram á auðveldan og skiljanlegan hátt. Með því að skrá starfsheiti og vinnutíma á Mínum síðum geta félagsmenn skoðað meðaltal heildarlauna í sinni starfsstétt, miðgildi launa og launadreifingu. Þeir sem skrá þessar upplýsingar eiga einnig möguleika á að vinna glæsilega vinninga. Mánaðarlega í september til nóvember 2018 eru dregnir út fjórir félagsmenn, tveir fá gjafabréf með Icelandair og tveir fá gjafabréf út að borða. Vinningshafar eru dregnir út í lok hvers mánaðar.

Við hvetjum félagsmenn til að skrá starfsheiti sitt og vinnutíma á Mínar síður og skoða eigin stöðu.
Sjá nánari upplýsingar hér.