Almennar fréttir - 18.02.2022

Stjórnarkjöri hjá VR 2022 lokið

Á fundi trúnaðarráðs VR í gær, fimmtudaginn 17. febrúar 2022, var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um tvo aðalmenn í stjórn VR til tveggja ára og þrjá varamenn til eins árs. Fimm aðalmenn til viðbótar voru sjálfkjörnir þar sem ekki barst tilskilinn fjöldi framboða svo halda mætti kosningu um þau sjö sæti aðalmanna og þrjú sæti varamanna sem kosið er um árlega í einstaklingskosningu.

Sömuleiðis var sjálfkjörinn listi stjórnar og trúnaðarráðs í listakosningu um 41 sæti í trúnaðarráði félagsins fyrir kjörtímabilið 2022 – 2024 þar sem ekki barst mótframboð við listann.

Eftirfarandi verða því í stjórn VR næstu tvö árin og verður kjöri þeirra lýst á aðalfundi VR þann 28. mars nk.

Í aðalstjórn:

  1. Selma Björk Grétarsdóttir – sjálfkjörin
  2. Jónas Yngvi Ásgrímsson – sjálfkjörinn
  3. Fríða Thoroddsen – sjálfkjörin
  4. Bjarni Þór Sigurðsson – sjálfkjörinn
  5. Þorvarður Bergmann Kjartansson – sjálfkjörinn
  6. Sigrún Guðmundsdóttir – tilnefnd af stjórn
  7. Sigríður Lovísa Jónsdóttir – tilnefnd af stjórn

Í varastjórn:

  1. Arnþór Sigurðsson– tilnefndur af stjórn
  2. Sirrý Hallgrímsdóttir– tilnefnd af stjórn
  3. Friðrik Boði Ólafsson– tilnefndur af stjórn