Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Birna Landscape

Almennar fréttir - 09.02.2022

Sköpunargleði - Rafrænn hádegisfyrirlestur

VR býður upp á rafrænan hádegisfyrirlestur á morgun, fimmtudaginn 10. febrúar kl. 12:00. Birna Dröfn Birgisdóttir hefur rannsakað sköpunargleði í doktorsnámi sínu við Háskólann í Reykjavík. Hún hefur mikla ástríðu fyrir því að tala um sköpunargleði og kynna fyrir fólki að sem betur fer sé hægt að þjálfa og efla sköpunargleðina.

Rannsakendur tala um að sköpunargleði fólks sé að minnka og er það talið vera vegna of mikils hraða í samfélögum. Þessi þróun þykir ekki jákvæð því rannsóknir sýna að sköpunargleði fólks gefi betri vísbendingu um árangur þess í lífinu en greindarvísitalan. Spár Alþjóðaefnahagsstofnunarinnar telja einnig sköpunarhæfni vera einn af mikilvægustu eiginleikunum á framtíðarvinnumarkaðnum. Í þessum fyrirlestri mun Birna kenna aðferðir til að efla sköpunargleðina og útvega verkfæri sem hægt er að nota til að nýta hana betur við fjölbreytt viðfangsefni.

Smelltu hér til að skrá þig!

Fyrirlesturinn verður einungis aðgengilegur rafrænt. Honum verður streymt á auglýstum tíma, opinn út daginn á hlekknum en fer svo inn á Mínar síður VR og verður þar aðgengilegur í 30 daga. Þessi fyrirlestur verður með enskum texta.