Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Skipagata5yfirl..jpg

Almennar fréttir - 10.02.2017

Stórátak í fjölgun orlofshúsa VR hafið

Nú hafa fyrstu skrefin verið tekin í nýju stórátaki í fjölgun orlofshúsa VR með kaupum á þremur glæsilegum íbúðum í miðbæ Akureyrar. Þessar íbúðir, sem eru á góðum stað við Skipagötu, eru nýlega uppgerðar og verða góð viðbót við þann orlofskost sem VR-félögum býðst nú á Akureyri. Fljótlega verður tilkynnt hvenær þær koma til útleigu en það verður innan skamms.

Stjórn VR hefur ákveðið að veita 500 milljónum króna í þetta átak og kaupa allt að 20 ný hús og íbúðir. Á síðasta fundi stjórnar voru samþykkt kaup á 8 íbúðum og orlofshúsum en auk íbúðanna við Skipagötu, sem nú hafa verið afhentar, verða tvö orlofshús keypt í s.k. „Hálöndum“ við Hlíðarfjall á Akureyri og þrjú hús í Húsafelli.

Þetta er nauðsynlegt átak þar sem orlofshúsum og íbúðum VR hefur ekki fjölgað í takt við mikla fjölgun félagsmanna síðustu áratugi. Við munum flytja VR-félögum fréttir af frekari kaupum á nýjum orlofskostum þegar þau liggja fyrir. 

 

Andrés Már Magnússon, fulltrúi seljanda, og Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, við afhendinguna á nýrri íbúð VR á Akureyri

Andrés Már Magnússon, fulltrúi seljanda, og Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR,
við afhendinguna á nýrri íbúð VR á Akureyri.