Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
blyantar.jpg

Almennar fréttir - 10.02.2017

Fyrirtæki ársins og launakönnun á Mínum síðum

Könnun VR á Fyrirtæki ársins og launakjörum 2017 er hafin og stendur til 1. mars. Könnunin er send í tölvupósti til félagsmanna en einnig er hægt að svara könnuninni á Mínum síðum á vefnum. Við hvetjum alla félagsmenn til að taka þátt.

Fyrirtæki ársins

Í könnuninni á Fyrirtæki ársins er spurt um viðhorf og líðan. Spurningunum má skipta í níu lykilþætti en þeir eru stjórnun, launakjör, vinnuskilyrði, starfsandi, sveigjanleiki í vinnu, sjálfstæði í starfi, ímynd fyrirtækis, ánægja og stolt og jafnrétti.

Í ár er gerð sú breyting á valinu á Fyrirtæki ársins að fimm fyrirtæki fá viðurkenningu sem Fyrirtæki ársins í hverjum stærðarflokki í stað eins áður. Þannig fá fimmtán fyrirtæki viðurkenningu 2017. Einungis fyrirtæki sem tryggja öllum sínum starfsmönnum þátttöku koma til greina sem Fyrirtæki ársins.

Launakönnun

Einungis félagsmenn sem eru fullgildir fá senda launakönnun VR en hún er gerð samhliða könnuninni á Fyrirtæki ársins. Markmiðið með launakönnun félagsins er að kanna kjör félagsmanna og veita þeim upplýsingar um markaðslaun og þróun þeirra í einstaka starfsgreinum og atvinnugreinum. Einnig er markmiðið að fylgjast með þróun launamunar kynjanna meðal félagsmanna.

Í launakönnun er einnig spurt um aðra þætti sem snerta kjör félagsmanna, t.d. um ráðningarsamninga og starfsmanna- og launaviðtöl. Þá eru árlega lagðar fyrir fullgilda félagsmenn spurningar um aðra þætti, s.s. menntun, jafnrétti o.m.fl.

Um 40 þúsund starfsmenn fá senda könnun

Ríflega 33 þúsund félagsmenn VR fá senda könnun. Auk þess fá um sex þúsund til viðbótar aðgang að könnuninni um Fyrirtæki ásins en þetta eru starfsmenn fyrirtækja á almennum vinnumarkaði sem tryggja öllum sínum starfsmönnum þátttöku í könnuninni. Könnunin nær þannig til nær 40 þúsund starfsmanna á hinum almenna vinnumarkaði.

Ítarlegri upplýsingar