Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Setningþings

Almennar fréttir - 25.03.2022

Þingi verslunarmanna lokið

32. þing Landssambands íslenzkra verzlunarmanna telur að meginviðfangsefni komandi kjarasamninga verði að viðhalda þeim kaupmætti sem náðist í Lífskjarasamningnum.

Þetta er meðal þess sem kemur fram í ályktun um kjaramál sem samþykkt var í dag á þinginu sem lauk á Hótel Hallormsstað, föstudaginn 25. mars sl. Helstu málefni þingsins voru komandi kjaraviðræður og húsnæðismál.