VR 130 Ara Utilega

Almennar fréttir - 07.08.2023

Til hamingju með daginn verslunarfólk!

VR minnir á að frídagur verslunarmanna er stórhátíðardagur en á slíkum dögum er ekki vinnuskylda meðal almenns starfsfólks. Því ber að greiða fyrir stórhátíðardaga með dagvinnukaupi þó þeir séu ekki unnir, komi slíkur dagur upp á hefðbundnum vinnudegi starfskrafts. Hafi launafólk samþykkt að vinna á stórhátíðardegi skal greiða því, auk dagvinnukaups, stórhátíðarkaup, sem er reiknað þannig að föst mánaðarlaun eru margfölduð með 1,375% og fæst þá út tímakaup á stórhátíðardegi.

Frídagur verslunarmanna var haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn í Reykjavík þann 13. september 1894 og mætti kalla þennan dag fyrsta vísi að orlofi launafólks á Íslandi, en ekki tíðkaðist að veita launafólki sumarfrí. Hægt er að lesa meira um frídag verslunarmanna á vef VR hér. 

Nánari upplýsingar um stórhátíðarálag og vinnu á frídögum má sjá hér.