Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 16.03.2017

Tilkynning frá formanni VR

Í morgun tilkynnti formaður VR, Ólafía B. Rafnsdóttir, forsetum ASÍ og formanni LÍV þá ákvörðun sína að segja sig frá stöðu fyrsta varaforseta Alþýðusambands Íslands og stöðu varaformanns Landsambands íslenzkra verzlunarmanna sem og að gegna ekki áfram öðrum trúnaðarstörfum á vegum verkalýðssamtakanna frá og með deginum í dag, 16. mars 2017.

Í tilkynningunni segir einnig:

„Þessi ákvörðun er tekin í kjölfar úrslita í kosningum til formanns VR og einnig með tilliti til yfirlýsinga nýkjörins formanns um að niðurstaða kosninganna feli í sér vantraust á forystu ASÍ, höfnun á SALEK samkomulaginu og öðrum meginþáttum í samstarfi aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda.
Um leið og ég þakka öllu samstarfsfólki mínu á vettvangi verkalýðssamtaka ánægjulegt og gefandi samstarf óska ég samtökum launafólks farsældar og góðs gengis og vona að allir hlutaðeigendur sýni þessari ákvörðun skilning.“