Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 11.04.2017

Útilegukortið er komið í sölu

Fullgildum félagsmönnum VR stendur til boða að kaupa útilegukortið fyrir sumarið 2017. Kortið veitir tveimur fullorðnum og allt að fjórum börnum upp að 16 ára aldri fría gistingu á 42 tjaldsvæðum víðsvegar um landið. Kortið kostar 11.600 krónur og getur hver fullgildur félagsmaður keypt eitt kort. 

Kortið er hægt að kaupa á orlofsvef VR og á skrifstofum félagsins.