Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.
Midhusaskogur_37.jpg

Almennar fréttir - 19.04.2017

Ný orlofshús komin í útleigu

Í orlofskerfi VR hefur nú verið opnað fyrir útleigu á fjórum orlofshúsum á Suðurlandi, þremur í Húsafelli, tveimur stórum húsum í Hálöndum við Akureyri ásamt einu orlofshúsi í Skorradal. Gæludýr eru leyfð í orlofshúsum VR í Hálöndum.

Átak VR í fjölgun orlofshúsa hefur farið vel af stað en í febrúar greindi félagið frá því að þrjár nýjar orlofsíbúðir á Akureyri væru komnar í útleigu ásamt stóru orlofshúsi í Miðhúsaskógi.

Stjórn VR ákvað í byrjun árs að veita 500 milljónum í að fjölga orlofskostum félagsins og kaupa allt að 20 ný hús og íbúðir en félagið mun færa félagsmönnum fréttir af frekari kaupum þegar þau liggja fyrir.

Sjá nánar á orlofsvef VR.