Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 05.03.2021

Vantar þig aðstoð við skattframtalið?

Félagsmönnum VR býðst að nýta sér einstaklingsaðstoð sérfræðings KPMG við skattframtalið. Aðstoðin mun vera í boði 9. og 10. mars frá kl. 8:30 og til 16:00. Hver tími verður 15 mínútur. Aðstoðin verður einungis í boði sem fjaraðstoð vegna aðstæðna.

Einstaklingar geta valið um hvort þeir vilja símtal eða fund í gegnum fjarfundarbúnað.

Nauðsynlegt er að vera búin/n að skrá sig með a.m.k tveggja daga fyrirvara. Könnun um hvora leiðina fólk vill velja verður send deginum fyrir aðstoðina.

Smelltu hér til að sjá lausa tíma.