Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Kosningar2020

Almennar fréttir - 08.03.2021

Allsherjaratkvæðagreiðsla hjá VR hófst í dag

Allsherjaratkvæðagreiðsla meðal félagsmanna VR vegna kjörs formanns og stjórnar VR, skv. 20 gr. laga félagsins, kjörtímabilið 2021-2023 hófst í dag, kl. 9:00, mánudaginn 8. mars 2021, og lýkur kl. 12:00 á hádegi föstudaginn 12. mars 2021.

Atkvæðagreiðslan er rafræn, smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.

Atkvæðisrétt í kosningunum hafa allir fullgildir VR-félagar. Á kjörskrá eru einnig eldri félagsmenn (hættir atvinnuþátttöku vegna aldurs) sem greiddu eitthvert félagsgjald á 67. aldursári og höfðu greitt a.m.k. 50 mánuði af 60 síðustu fimm árin áður en þeir urðu 67 ára.

Hvernig þú kýst formann og stjórn VR
1. Á forsíðu vr.is við „Kosningar VR 2021“ smellir þú á „Smelltu hér til að kjósa“
2. Skráðu þig inn með Íslykli eða rafrænum skilríkjum
3. Atkvæðaseðill opnast með upplýsingum um hvernig þú átt að kjósa.

Ef þú hefur ekki Íslykil eða rafræn skilríki sækir þú um á island.is.

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á vr.is eða með því að hringja á skrifstofu félagsins í síma 510 1700.