Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 26.04.2021

Veist þú allt sem þarf um þín réttindi á vinnumarkaðnum?

VR býður upp á námskeið á ensku um réttindi á vinnustað, samkvæmt kjarasamningi VR og SA. Námskeiðið verður haldið á morgun, þriðjudaginn 27. apríl frá kl. 14:00-15:30. Farið verður yfir gagnleg atriði varðandi réttindi og skyldur á íslenskum vinnumarkaði ásamt því að þjónusta VR verður kynnt. Farið verður ýmis réttindi, eins og t.d. veikindaleyfi, uppsagnarfrest, orlofsrétt, vinnutíma og uppsöfnuð réttindi.

Námskeiðið verður haldið rafrænt á Zoom, er gagnvirkt og þess vegna einungis aðgengilegt á auglýstum tíma. Nánari leiðbeiningar og hlekkur á námskeiðið verða send á skráða þátttakendur daginn fyrir námskeið. Vinsamlegast athugið að það þarf að skrá sig a.m.k 30 mínútum fyrir námskeið til þess að fá hlekk.

Smelltu hér til að skrá þig!