Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Vr Fundur Hateig Net 8

Almennar fréttir - 16.11.2022

Vel heppnaður hádegisverðarfundur VR um styttingu vinnuvikunnar

VR hélt í gær vel sóttan hádegisverðarfund um styttingu vinnuvikunnar. Guðmundur D. Haraldsson, stjórnarmaður í Öldu flutti erindi þar sem skoðað var bæði það sem jákvætt er og neikvætt við aukna styttingu vinnuvikunnar, Magnús Már Guðmundsson, framkvæmdastjóri BSRB fjallaði um tilraunaverkefni borgarinnar um styttingu vinnuvikunnar sem hófst árið 2015 og hefur gengið vonum framar. Juliet Schor, prófessor við Boston College, og Charlotte Lockhart, einn stofnenda og framkvæmdastjóri 4-Day Week Global, fjölluðu um tilraunaverkefni um 4-daga vinnuviku á heimsvísu. Í pallborði í lok fundar sátu, auk Guðmundar, Lóa Birna Birgisdóttir, sviðsstjóri mannauðs og starfsumhverfis hjá Reykjavíkurborg, og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.

Krafan um styttingu vinnutímans er mjög skýr frá félagsfólki VR eins og kom fram í könnun um kröfugerð félagsins. Það er því ljóst að félagið stefnir markvisst áfram að aukinni vinnutímastyttingu fyrir félagsfólk sitt.