Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 24.08.2018

Vilt þú sitja ASÍ þing fyrir VR?

VR óskar eftir frambjóðendum meðal félagsmanna á framboðslista stjórnar og trúnaðarráðs félagsins í kosningunum. Ákveðið hefur verið að viðhafa listakosningu með allsherjar­atkvæðagreiðslu um þingfulltrúa VR á þing Alþýðusambands Íslands dagana 24.–26. október næstkomandi.

Ef þú vilt gefa kost á þér á listann sem þingfulltrúi VR á þinginu vinsamlega sendu tölvupóst á vr@vr.is fyrir
kl. 12.00 á hádegi þann 29. ágúst næstkomandi með upplýsingum um nafn og kennitölu.