Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 06.09.2018

Hádegisfyrirlestrar og námskeið haust 2018

VR býður félagsmönnum sínum upp á fræðandi námskeið og hádegisfyrirlestra á haustönn 2018. 

Fyrsti hádegisfyrirlestur haustsins verður haldinn kl. 12.00-13.00, fimmtudaginn 20. september nk. og ber yfirskriftina Leiðin á K2. John Snorri Sigurjónsson fer yfir leiðangur sinn á K2 í máli og myndum. Fyrirlesturinn er haldinn í sal á VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.
Sjá nánar um fyrirlesturinn hér.

Fimmtudaginn 25. október nk kl.12:00-13:00 heldur Sigrún Ása Þórðardóttir, sálfræðingur hjá Heilsuborg, fyrirlestur um neikvæð áhrif streitu og hvernig hægt sé að þekkja eigin mörk. Fyrirlesturinn er haldinn í sal á VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.
Hér má lesa nánar um fyrirlesturinn. 

Fimmtudaginn 15. nóvember nk. kl. 12:00-13:00 kemur til okkar Jóhanna Ella Jónsdóttir, sálfræðingur og mannauðstjóri, og fjallar um samskipti á vinnustöðum í fyrirlestri sem ber yfirskriftina Streita veldur stuði – Samskipti á vinnustöðum. Fyrirlesturinn er haldinn í sal á VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á léttan hádegisverð.
Sjá nánar um fyrirlesturinn hér.

Þá býður VR félagsmönnum á aldrinum 63-72 ára upp á námskeið sem ber heitið Bestu árin en námskeiðið hefur það að markmiði að auðvelda þá breytingu á lífsháttum sem verður gjarnan samhliða starfslokum. Námskeiðið er haldið í sal VR á 0. hæð í Húsi verslunarinnar. Boðið verður upp á morgunverð.
Hér má lesa nánar um námskeiðið.

Félagsmönnum VR víðsvegar um land býðst nú að horfa á áhugaverða hádegisfyrirlestra í streymi eigi þeir ekki heimangengt. Hægt er að skrá sig á streymisþjónustu fyrir hvern fyrirlestur í atburðardagatali á vr.is.