Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Almennar fréttir - 10.01.2023
VR byggir leiguíbúðir fyrir félagsfólk
VR og Íslenskir aðalverktakar hafa skrifað undir samstarfssamning um þróun og byggingu leiguíbúða á lóð VR í Úlfarsárdal. Byggðar verða 36 íbúðir í tveimur fjölbýlishúsum og verða þær leigðar til félagsfólks VR.
Stefnt er að því að framkvæmdir hefjist strax á vormánuðum. Rúmlega tuttugu íbúðir verða teknar í notkun sumarið 2024 og verður búið að afhenda allar íbúðir eigi síðar en sumarið 2025.
Notast verður við sama fyrirkomulag og Bjarg leigufélag hefur notað með góðum árangri við uppbyggingu á leiguhúsnæði. Við hönnun er litið til þess að nýta hagkvæmar aðgerðir við framkvæmdir til að lækka byggingarkostnað.