Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 03.05.2021

VR býður félagsmönnum niðurgreiðslu á gistingu

VR býður félagsmönnum sínum niðurgreiðslu á gistingu sumarið 2021. VR veiti styrki til félagsmanna þannig að reikningur vegna gistingar innanlands er niðurgreiddur um 70% en að hámarki 10.000 kr. fyrir hvern félagsmann. Um væri að ræða tímabundna aðgerð vegna COVID- 19.

Vakin er athygli á því að félagsfólk getur ekki nýtt sér slíka endurgreiðslu með öðrum orlofstengdum valkostum félagsins, það er að segja niðurgreiðslu á ferðavögnum eða bókun á orlofshúsi sumarið 2021. Gistitími miðast við frá 2. maí – 15. september 2021. Sækja þarf um styrkinn fyrir 30. október 2021, eftir það er lokað fyrir umsóknir.

Félagsfólk er beðið um að hafa eftirfarandi í huga vegna tekjuskatts af þessum styrkjum:
Ekki skal telja til tekna starfsmanns greiðslu frá launagreiðanda, eða eftir atvikum stéttarfélagi, sem ætlað er að standa straum af kostnaði við leigu á orlofshúsnæði eða með öðrum hætti til greiðslu á orlofsdvöl, að því marki sem slík greiðsla fer ekki yfir 55.000 kr. á ári. Skilyrði er að starfsmaður/félagsmaður leggi fram fullgilda og óvéfengjanlega reikninga fyrir greiðslu á kostnaði vegna orlofsdvalar þessarar.

Umsóknareyðublað má finna á Mínum síðum undir "Meira".