Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.
Vr Fanar Kringlan 2 (1)

Almennar fréttir - 22.12.2021

VR hvetur félagsfólk til að nýta sér rafræna þjónustu félagsins

Við hvetjum félagsfólk VR til að nýta sér þjónustu félagsins rafrænt í ljósi fjölgunar smita í samfélaginu. Flesta þjónustuþætti VR má nálgast á vefsíðu félagsins, vr.is, en einnig er hægt að fá þjónustu í gegnum síma, 510 1700, tölvupóst, vr@vr.is og á Facebooksíðu félagsins.

Á Mínum síðum er hægt að sækja um í sjóðum félagsins, sjá nánar hér.

Öllum fyrirspurnum er svarað eins fljótt og auðið er á opnunartíma skrifstofu, kl. 8.30-16.00.