Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 19.03.2021

VR óskar eftir orlofshúsum

VR óskar eftir vönduðum sumarhúsum eða orlofsíbúðum á leigu til framleigu fyrir félagsmenn sína. Við leitum að húsnæði á landsbyggðinni fyrir næsta sumar. Áhugasöm sendi upplýsingar á vr@vr.is fyrir 15. apríl 2021. Nauðsynlegt er að góðar ljósmyndir og lýsing á umhverfi fylgi með.

Eftirfarandi upplýsingar þurfa að fylgja tilboði:

– Lýsing á eign og því sem henni fylgir
– Ástand eignar og staðsetning
– Stærð, fjöldi svefnplássa og byggingarár
– Lýsing á möguleikum til útivistar og afþreyingar í næsta nágrenni.

Öllum tilboðum verður svarað.