Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 11.12.2018

VR sendir fyrirtækjum streitukort

VR hefur undanfarin ár sent fyrirtækjum og starfsfólki þeirra jólakveðju frá félaginu þar sem minnt er á mikilvæg réttindi launafólks í jólamánuðinum. Í framhaldi af árvekniátaki félagsins um kulnun, „Þekktu þín mörk“, mun félagið senda fyrirtækjum streitukort með jólakveðjunni í ár. Streitukortið er á stærð við greiðslukort og virkar þannig að notandi þrýstir þumli á punkt á kortinu en punkturinn breytir um lit og gefur liturinn vísbendingu um hvort viðkomandi finni fyrir streitu eða afslöppun.

Kortinu er ætlað að vera áminning til starfsfólks um að huga að andlegri líðan á þeim álagstíma sem nú gengur í garð.

Sjá nánar um streitu og kulnun í starfi hér.