Jolamyndir Fyrir Facebook 5

Almennar fréttir - 07.12.2023

VR styður hjálparstarf um hátíðirnar

VR styrkir starf hjálparsamtaka um hátíðirnar eins og undanfarin ár. Í ár var ákveðið að styrkja Hjálparstarf kirkjunnar um 2.350.000 kr. og Rauða kross Íslands um 2.100.000 kr.
Auk þess verða deildir Rauða kross Íslands á Akranesi, Austurlandi, Suðurlandi og í Vestmannaeyjum styrktar um 270.000 kr. hver og Velferðarsjóður Suðurnesja um 270.000 kr. Þá styrkir VR Samhjálp um 900.000 kr. sem renna til Kaffistofu Samhjálpar vegna máltíða um jólin.

Félagið vill þannig leggja sitt af mörkum til að aðstoða þau sem helst þurfa á stuðningi að halda yfir hátíðirnar. Með þessu fjárframlagi fylgir ósk um gleðilega hátíð og farsæld á komandi ári, ekki síst þeirra sem glíma við erfiðleika og veikindi.