Vr Utsynismyndir 6

Almennar fréttir - 15.05.2023

VR styður verkfallsaðgerðir BSRB

Stjórn VR lýsir yfir fullum stuðningi við verkfallsaðgerðir félaga í BSRB. Félagsfólk aðildarfélaga í BSRB krefst jafnréttis á vinnumarkaði, sömu launa og annað launafólk fyrir sama eða sambærilegt starf. Jafnrétti er ein grundvallarkrafa verkalýðshreyfingarinnar og VR styður þær aðgerðir sem BSRB telur nauðsynlegar til að knýja það fram.

Stjórn VR