VR Vefur10

Almennar fréttir - 26.10.2023

Yfir 150 tilboð til VR félaga gegnum Spara appið

Spara appið er þjónustuvettvangur sem geymir mörg hundruð tilboð á fjölbreyttum vörum og þjónustu frá samstarfsaðilum fyrir neytendur. Afsláttarkjör eru allt að 30% prósent, og auðvelt að nýta þau með einum smelli. VR og Spara appið eru í samstarfi og sameina öll þín vildarkjör á einum stað.

Spara appið er einfalt í notkun. Neytendur sækja appið í símann og skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Kerfið sér þá strax hvaða hópum viðkomandi tilheyrir og notandinn sér samstundis í appinu hvaða afsláttarkjör standa honum til boða. Við nýskráningu velur einstaklingur þá vöruflokka sem eru í mestu uppáhaldi og auðveldar þannig aðgang að þeim tilboðum gætu helst nýst viðkomandi.

VR er með um 150 tilboð í Spara appinu og þá eru ótalin þau tilboð sem bjóðast viðkomandi í öðrum hópum sem hann tilheyrir svo sem starfsmannafélagi á sínum vinnustað, íþróttafélagi og fleiri hópum en fjölmargir hópar eru þegar skráðir í Spara appið og stöðugt fjölgar. Spara appið sparar tíma sem annars færi í að leita uppi afsláttarkjör inni á vefsíðum eða starfsmannasíðum fyrirtækja. Spara appið er byggt á grunni 1819 Torgsins. Þeim VR félögum sem eru með það app er bent á að uppfæra þarf appið yfir í Spara. 

Hvernig finn ég tilboð?

  • Þegar þú hefur skráð þig inn með rafrænum skilríkjum birtast öll tilboð sem standa þér til boða í appinu.
  • Til að virkja ákveðið tilboð smellirðu einfaldlega á það og getur nýtt það strax við greiðslu.
  • Það borgar sig einnig að prófa að fletta nafni verslunar upp þegar þú ert að kaupa eitthvað. Ef viðkomandi þjónustuaðili er með tilboð fyrir þinn hóp kemur það strax fram og þú getur virkjað afsláttinn.