Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.
Vr Husid 2020 Prent

Almennar fréttir - 20.04.2022

Yfirlýsing frá stjórn VR

Stjórn VR lýsir yfir þungum áhyggjum af hópuppsögn hjá Eflingu - stéttarfélagi fyrr í þessum mánuði. Ávallt ætti að fullreyna alla aðra kosti áður en til hópuppsagnar kemur og harmar stjórn VR að gripið hafi verið til þessa úrræðis.

Hluti starfsfólks skrifstofu Eflingar er í VR. Stjórn VR áréttar að félagið hafi sett það í algjöran forgang að halda utan um það félagsfólk VR sem fékk uppsagnarbréf og kappkostar að veita því alla þá þjónustu og stuðning sem það þarfnast á þessum erfiðu tímum. Félagið er jafnframt reiðubúið að aðstoða annað starfsfólk á skrifstofu Eflingar, óski það þess.

Stjórn VR.