Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

VR blaðið - 04.04.2018

Afsláttur í flug

Ertu að fara til útlanda eða langar þig að ferðast innanlands?

Félagsmenn VR fá afslátt hjá Icelandair, WOW air, Flugfélaginu Erni, Sumarferðum og hjá Úrvali Útsýn. Afslátturinn er í formi gjafabréfa sem hægt er að kaupa á orlofsvef VR. Hver félagsmaður getur keypt tvö gjafabréf á ári hjá hverju fyrirtæki. Ekki er hægt að skila bréfunum eftir að þau hafa verið keypt. Félagsmönnum er bent á að kynna sér vel skilmálana áður en bréfin eru keypt.

Gjafabréf Icelandair kostar 23.000 kr. og jafngildir 30.000 kr. greiðslu upp í flug og/eða pakkaferðir Icelandair. Gjafabréfið gildir ekki upp í skatta á Vildarpunktamiðum. Gjafabréf Icelandair gildir í u.þ.b. tvö ár frá útgáfudegi. 

Gjafabréf WOW air kostar 22.500 kr. og jafngildir 30.000 kr. greiðslu upp í flug hjá WOW air. Einungis er hægt að nota eitt gjafabréf á mann í hverri bókun. Bókunar- og ferðatímabil er u.þ.b. 1 ár frá útgátu gjafabréfs. Í þessu felst að flugferðin þarf að vera innan árs frá útgáfudegi gjafabréfsins. 

Gjafabréf Sumarferða kostar 25.000 kr. og jafngildir 30.000 kr. greiðslu upp í pakkaferð. Gildir í allar auglýstar pakkaferðir til 31. desember 2018. Nota má eitt gjafabréf á hvern félagsmann.

Gjafabréf hjá Úrvali Útsýn kostar 25.000 kr. og jafngildir 30.000 kr. greiðslu upp í pakkaferð. Gildir í allar auglýstar pakkaferðir til 31. desember 2018. Nota má eitt gjafabréf á hvern félagsmann.

Flugávísun Flugfélagsins Ernis gildir sem greiðsla fyrir flugmiða aðra leið fyrir einn til eða frá Vestmannaeyjum, Húsavík, Höfn í Hornafirði og Bíldudal. Flugávísunin gildir eingöngu fyrir félagsmann VR. Taka þarf fram við pöntun að greitt sé með flugávísun frá VR. Ekki er hægt að nota flugávísun VR í eftirfarandi flug á tímabilinu 1. júní - 31.ágúst: Kl. 8.55 (morgunflug) frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði mánudaga, miðvikudaga og föstudaga og kl. 18:55 (síðdegisflug) frá Höfn í Hornafirði til Reykjavíkur mánudaga, miðvikudaga, fimmtudaga og föstudaga. Allt flug milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja um Verslunarmannahelgi ár hvert og er þá átt við þá helgi frá föstudegi til mánudags.