Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Vr Fyrirtaeki Arsins 2022 Hopmynd 1

Almennar fréttir - 17.01.2023

Ætlar þitt fyrirtæki að taka þátt í Fyrirtæki ársins 2023?

Könnun á Fyrirtæki ársins er gerð árlega meðal alls félagsfólks VR. Fyrirtæki geta boðið starfsfólki utan VR þátttöku og tryggt þannig að allt starfsfólkið, óháð stéttarfélagsaðild, fái tækifæri til að taka þátt og láta í ljós skoðun sína á stjórnun og starfsumhverfi. Forsenda þess að fyrirtækið komi til greina í vali á Fyrirtæki ársins eða Fyrirmyndarfyrirtæki er að allt starfsfólk hafi tækifæri til þátttöku.

Könnunin nær til um 40 þúsund sem starfa á almennum vinnumarkaði og hefst í byrjun febrúar. Fyrirtæki sem veita öllu starfsfólki tækifæri til þátttöku þurfa að senda upplýsingar á anna@vr.is fyrir 20. janúar 2023. Smelltu hér fyrir nánari upplýsingar.