Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
3H5A5472

Almennar fréttir - 16.01.2023

Þriðja vaktin valið orð ársins 2022

Á dögunum voru menningarviðurkenningar RÚV veittar fyrir árið 2022 og var þar tilkynnt að þriðja vaktin væri orð ársins 2022. Niðurstöðurnar voru nokkuð afgerandi en þriðja vaktin hlaut þriðjung atkvæða í netkosningu, eða tvöfalt fleiri atkvæði en orðin sem komu þar á eftir.

VR er stolt af því að hafa með markvissum hætti lagt sín lóð á vogarskálarnar við að stuðla að vitundarvakningu um hugtakið þriðja vaktin og hvað býr að baki því enda hefur þriðja vaktin og sú hugræna byrði sem henni fylgir mikil áhrif á stöðu kvenna á vinnumarkaði, starfsval þeirra og atvinnuþátttöku. Krafan um sameiginlega ábyrgð kynjanna innan veggja heimilisins, bæði hvað varðar verkefni og verkefnastjórnun, er mikilvægur þáttur í baráttunni fyrir jafnrétti kynjanna.

Jafnrétti byrjar á heimilum okkar. 

Við hvetjum öll til að kynna sér umfjöllun VR um þriðju vaktina.