Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 25.01.2021

Ár frá vinnutímastyttingu félagsmanna VR

Vinnutímastytting hjá félagsmönnum VR tók gildi fyrir rúmu ári síðan, þann 1. janúar 2020, en samið var um fasta 45 mínútna styttingu á viku í kjarasamningum félagsins árið 2019. Það er von okkar að útfærslan á vinnustöðum hafi tekist vel en hún var í höndum hvers vinnustaðar fyrir sig og var samkomulag milli atvinnurekenda og starfsfólks á grundvelli eftirfarandi kosta:

  • Hver dagur styttist um 9 mínútur
  • Hver vika styttist um 45 mínútur
  • Safnað upp innan ársins
  • Vinnutímastyttingu með öðrum hætti.

VR réðst í mikla kynningarherferð á vinnutímastyttingu á sínum tíma og opnaði vefsíðu með öllum helstu upplýsingum fyrir félagsmenn sína. Þar má finna spurt og svarað um vinnutímastyttingu, tillögur að útfærslum, greinar og viðtöl ásamt öðru fróðlegu efni.

Smelltu hér til að sjá meira.