Almennar fréttir - 23.05.2022

Dagur leigjenda í Háteigskirkju

Samtök leigjenda efna til leigjendaþings þann 28. maí næstkomandi í safnaðarheimili Háteigskirkju frá kl. 10:00- 14:00. Verkefni þingsins eru meðal annars að teikna upp framtíðarverkefni Leigjendasamtakanna, semja drög að breytingartillögu húsaleigulaga og leggja drög að stofnun byggingafélags leigjenda.

Þátttaka á þinginu er leigjendum að kostnaðarlausu og verður boðið upp á hádegisverð. Skráning fer fram á vef Leigjendasamtakanna hér eða á netfanginu sli@sli.is.

Sjá nánari upplýsingar og dagskrá hér.

Leigjendaþingið er styrkt af VR.