Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
vr_adalfundur-31.jpg

Almennar fréttir - 04.05.2017

Deild VR á Suðurlandi stofnuð

Stofnfundur deildar VR á Suðurlandi var haldinn þriðjudaginn 2. maí í fundarsal deildarinnar að Austurvegi 56, Selfossi. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, setti fundinn en fundarstjóri var Rannveig Sigurðardóttir varamaður í stjórn VR. 

Eitt gilt framboð barst til formanns deildarinnar og var Gils Einarsson kosinn formaður til tveggja ára. Alls bárust sjö framboð til stjórnar og fóru kosningarnar þannig að Ásta Björk Ólafsdóttir var kosin í stjórn til tveggja ára og Arndís Anna Sveinsdóttir var kosin í stjórn til eins árs. Jónas Yngvi Ásgrímsson var kosinn varamaður til tveggja ára en Sigríður Erlingsdóttir og Hólmfríður Stella H. Ólafsdóttir voru kosnar varamenn til eins árs.

Ný stjórn skipti með sér verkum og var Ásta Björk Ólafsdóttir kosin varaformaður og Arndís Anna Sveinsdóttir ritari.