Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
Vr Fanar 6

Almennar fréttir - 26.03.2021

Eftir aðalfund VR

Aðalfundur VR var haldinn miðvikudaginn 25. mars. Farið var yfir skýrslu stjórnar og ársreikning félagsins fyrir árið 2020. Stjórn VR lagði fram tvær tillögur að lagabreytingum og voru þær báðar samþykktar. Báðar tillögurnar lúta að því að stjórn sé heimilt að halda fundi með rafrænum hætti og þar sé jafnframt tryggt jafnræði meðal fundarmanna hvort sem þeir sækja fundinn á staðnum eða rafrænt. Eru þetta breytingar á annars vegar 23. gr. laga VR um aðalfund og hins vegar breytingar á 25. gr. laga um félagsfundi. Tillögurnar má sjá hér í heild sinni.

Þá var borin upp tillaga að breytingu á 10.gr. reglugerðar Sjúkrasjóðs VR um sjúkra- og slysadagpeninga, en hún lýtur að því að bæta við því orðalagi að það sé heimilt, fremur en skylt, að meta tekjur sérstaklega og yfir lengra tímabil en þó aldrei lengra tímabil en 12 mánuði. Tillagan var samþykkt. Hér má sjá tillöguna í heild sinni.

Lýst var kjöri formanns, stjórnar og trúnaðarráðs en kosningar í félaginu voru haldnar í mars. Niðurstöður kosninga má sjá hér. Önnur aðalfundarstörf voru tekin fyrir.