Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
vr_logo-2.jpg

Almennar fréttir - 28.03.2019

Fundur með félagsmönnum VR hjá WOW air

VR boðar félagsmenn sína sem starfað hafa hjá WOW air til fundar á morgun, föstudaginn 29. mars kl. 14:00, á Hilton Reykjavík Nordica vegna þess að fyrirtækið hefur hætt starfsemi.

Farið verður yfir réttarstöðu starfsmanna. VR mun gera kröfu í þrotabú WOW air fyrir ógreiddum launum félagsmanna sinna ásamt launum í uppsagnarfresti. Þess vegna er mjög mikilvægt að allir mæti með launaseðla sl. 6 mánaða, ráðningarsamning ef hann er til og önnur gögn.

VR biður félagsmenn sína hjá WOW air um að uppfæra netföng og símanúmer á Mínum síðum á vr.is.

Jafnframt bendir VR félagsmönnum sínum á að skrá sig við fyrsta tækifæri hjá Vinnumálastofnun.