Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul
vr_logo-2.jpg

Almennar fréttir - 04.10.2018

Ill meðferð á launafólki á ekki að líðast!

Eftir góða umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks þann 2. október sl. bendum við á að hægt er senda nafnlausar tilkynningar á vefsíðuna ekkertsvindl.is ef grunur leikur á að réttindi séu brotin á launafólki á íslenskum vinnumarkaði.

Á vef VR má finna upplýsingar á ensku, pólsku, tælensku, filipeysku og litháísku um réttindi launafólks á íslenskum vinnumarkaði, sjá nánar hér.

Við hvetjum félagsmenn VR og landsmenn alla til þess að láta sig málið varða.