Athugið að þessi frétt er meira en ársgömul.

Almennar fréttir - 11.12.2018

Georg Bjarnfreðarson snýr aftur

Á næstunni verða sýndar fimm auglýsingar um verslunina Georgskjör sem VR hefur látið framleiða. Þar mun Jón Gnarr sem Georg Bjarnfreðarson úr Vaktarseríunum, fara með aðalhlutverkið. Auglýsingarnar eru ákveðið innlegg í yfirstandandi kjarasamningaviðræður og þó þær séu settar fram á spaugilegan hátt má áhorfendum vera ljóst að þeim fylgir alltaf ákveðin alvara.

Myndböndin munu birtast á næstu dögum á vef VR og samfélagsmiðlum.